Fyrir þremur og hálfu ári síðan fóru af stað sögusagnir um að leikstjórinn Danny Boyle hygðist gera framhald af mynd sinni Trainspotting, Porno.
Í nýju viðtali sem ThePlaylist tók við leikstjórann á South by Southwest tónlistar- , sjónvarps- og kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir í Austin í Texas í Bandaríkjunum, segir Danny Boyle að handritshöfundurinn John Hodge, sem hefur unnið með Boyle að myndunum Trainspotting, Trance, Shallow Grave, The Beach og A Life Less Ordinary, sé nú þegar byrjaður að laga skáldsgöu Irvine Welch, Porno, að kvikmyndatjaldinu. Hann segir þó að myndin verði aldrei nema lauslega byggð á bókinni.
Gert er ráð fyrir að allir helstu leikarar úr fyrri myndinni mæti aftur til leiks
Í Porno er Sick Boy, sem Johnny Lee Miller lék í Trainspotting, kominn aftur til Edinborgar í Skotlandi og ætlar sér að reyna að græða peninga á því að búa til klámmyndir.
Hann ræður til sín hóp af utangarðsfólki til að hjálpa sér að gera þetta að veruleika, þar á meðal Renton sem Ewan McGregor lék í fyrri myndinni. Þessar fyrirætlanir ganga ekki alveg nógu vel og ýmis vandamál koma upp þar sem meðal annars Spud, sem Ewan Bremner lék í Trainspotting, og hinn ofbeldisfulli Begbie, leikinn af Robert Carlyle í fyrri myndinni, koma og hleypa öllu í bál og brand.
Samkvæmt The Playlist þá mun Porno ekki verða næsta verkefni á dagskrá Boyle, heldur sér hann fyrir sér að myndin verði frumsýnd árið 2016, en tvö önnur verkefni bíða hans í millitíðinni.
„Ég hef alltaf haft það á langtímaáætlun hjá mér að gera Trainspotting 2, ef John getur gert nógu gott handrit, þá held ég að það séu ekkert sem stendur í veginum fyrir því að Ewan eða aðrir úr leikhópnum komi aftur,“ sagði Boyle í samtalinu við ThePlaylist. „