Tommy Lee Jones og klappstýrurnar

Hinn alvarlegi Tommy Lee Jones mun bráðlega kljást við stýrur þær er við klapp eru kenndar. Nefnist myndin Cheer Up, og í henni leikur hann útsendara FBI, sem lendir með það verkefni að vernda klappstýrur sem urðu vitni að hrottalegum glæp. Fyrst í stað er honum illa við ljóskurnar, en smám saman bráðnar hann undan einföldum töfrum þeirra (!). Myndinni verður leikstýrt af Stephen Herek nokkrum, en hann ber ábyrgð á myndum eins og Rock Star og Life or Something Like It.