Í nýjasta þætti Tomma og Sindra fjalla þeir um 3 skrímslamyndir, Cloverfield, Aliens vs. Predator: Requiem og Brúðguminn (já…þið lásuð rétt).
Eins og flestir vita er Cloverfield frumsýnd núna á morgun, en strákarnir skelltu sér á VIP forsýningu eins og þeim einum er lagið og gefa henni mjög góða dóma, skemmtileg skrímslamynd sem vel gerð miðað við fjármagnið sem lagt var í hana. Hins vegar var persónusköpunin engin og myndin var styttri en það tekur Guðjón Val að hlaupa upp allan völlinn og skora á móti Spáni núna rétt eftir 2 klst. – 3 stjörnur.
Brúðguminn fær vægast sagt ömurlega dóma og já…ég mæli bara með því að þið horfið á þáttinn til að sjá hvað þeir segja!
Aliens vs. Predator: Requiem er síðust í röðinni og þó svo að hún sé ógeðsleg, brútal, mikið af fólki drepið og þess háttar er hún samt mun verri en sú fyrsta. Illa leikin, ömurlegt handrit og persónurnar voru ekki að gera sig. Hins vegar er þetta svosem ágætis mynd fyrir aðdáendur Alien vs Predator myndarinnar. – 1 stjarna

