Loksins geta notendur núna keypt sér miða á sérstaka Kvikmyndir.is forsýningu myndarinnar The Adventures of Tintin: The Secret of… æ, þið vitið: Ævintýri Tinna! 🙂
Myndin þarf á engri kynningu að halda. Kvikmyndaunnendur þurfa ekki annað en að vita að menn á borð við Spielberg, Peter Jackson, Andy Serkis, Joe Cornish og Edgar Wright koma allir að henni.
Eins og stendur er bara hægt að kaupa miða á netinu hjá okkur (engar áhyggjur, við látum vita ef miðar eru að verða búnir), sem gæti breyst þegar nær dregur að sýningu. Miðaverðið er 1500 kr. og er það 50 kr. meira en mun kosta á almennar sýningar, en til móts við það er þetta eina hlélausa sýningin sem verður í boði á þessari mynd.
Sýningin verður semsagt í Háskólabíó næsta mánudag kl. 22:00. Þrívíddargleraugu eru innifalin í verðinu þótt þau séu ekki til eigu. Gleraugun eru öðruvísi í þessu bíói en að margra mati mun betri.
Smellið hingað til að kaupa miða.
ATH. Allir sem kaupa miða fara á sérstakan lista sem veitir þeim samstundis inngang um leið og þeir mæta í bíóið. Engar áhyggjur þar.