Kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hefur gefið út nýtt hreyfiplakat fyrir The Wolverine, en þar má sjá Hugh Jackman í hlutverki Wolverine krjúpandi á kné, að búa sig undir bardaga.
Sjáið plakatið hér að neðan.
Myndin er byggð á vinsælum teiknimyndasögum og fjallar um Wolverine, sem er einn þekktasti meðlimur hinna svokölluðu X-Men, og ævintýri hans í Japan.
Þar þarf hann að takast á við erkióvin sinn og berjast upp á líf og dauða, í bardaga sem mun breyta honum til frambúðar.
Líkamleg og tilfinningaleg mörk Wolverine eru þanin til hins ítrasta, og hann þarf að takast á við stórhættulegt samúræjastál, auk þess að eiga í innri baráttu sem snýr að hans eigin ódauðleika. Þetta verður til þess að hann vex og styrkist og verður sterkari en nokkru sinni fyrr.
Hér fyrir neðan er plakatið án hreyfingar:
The Wolverine kemur í bíó 26. júlí, 2013.
Hvernig líst ykkur á hreyfiplakatið?