Kvikmyndaverið Fox er að undirbúa myndina The First Omen sem gerist á undan atburðunum sem áttu sér stað í hrollvekjunni The Omen frá árinu 1976.
Antonio Campos er í viðræðum um að leikstýra myndinni en hann á að baki Christine sem var frumsýnd á Sundance-hátíðinni. Sú mynd fjallar um Christine Chubbuck, 29 ára fréttakonu sem framdi sjálfsvíg í beinni útsendingu árið 1974.
Ben Jacoby hefur þegar skrifað handritið að The First Omen, samkvæmt frétt Variety.
Richard Donner leikstýrði The Omen fyrir 40 árum síðan. Aðalhlutverkin léku Gregory Peck, Lee Remick og David Warner. Myndin fjallaði um bandarískan sendiherra og eiginkonu hans sem ættleiða barn og komast að því að þetta er ekkert venjulegt barn heldur sjálfur andkristur. The Omen sló í gegn, fékk góða aðsókn og vann Óskarinn fyrir bestu tónlistina.
Fox endurgerðin myndina árið 2006 og gekk hún vel í miðasölunni þar sem hún þénaði 120 milljónir dollara.