Á sama tíma og The Eye fær misjafna dóma með Jessicu Alba í aðalhlutverki hér á klakanum þá er The Eye 3 að líta dagsins ljós í Asíu. Lionsgate hafa séð einhvern gróðahagnað í þessu, þar sem myndin er væntanleg síðar á DVD vestanhafs.
Þetta væri nú ekki frásögu færandi nema það að þessi 3.mynd hefur, ótrúlegt en satt, fengið bara ansi góða dóma! Hún er leikstýrð af Pang bræðrunum, og á DVD disknum verður hægt að finna „10 leiðir til að sjá drauga“ og Gerð myndarinnar, ásamt fleiru. Þannig að ef það er einhver DVD diskur sem maður ætlar að reyna að kaupa sér þá held ég að það sé þessi!
Uppfært: Ég dreg þetta til baka, myndin er PG-13, sem er ansi slappt fyrir hryllingsmynd.

