Það var ákveðið fyrir einhverju síðan að gera framhald af einni af bestu hryllingsmyndum ársins 2005, The Descent sem fjallaði um vinkonuhóp sem fór í ævintýraleit inní helli og lenti þar í ótrúlegum hremmingum.
Handritið var skrifað af James Watkins og mun myndin heita The De2cent. Myndin tekur upp þráðinn nákvæmlega þar sem sú síðasta hætti, Sarah (Shauna MacDonald) leitar skjóls í bensínstöð þangað til hópur manna finnur hana. Þau ákveða að fara í björgunarleiðangur aftur inní hellinn til að leita að eftirlifendum en lenda í vandræðum enn og ný…
Það verður erfitt fyrir framhaldsmyndina að halda í töfra þá fyrri þar sem hún var gerð sjálfstætt og með mjög lítið fjármagn, en það verður spennandi að sjá hvernig þeim tekst til. Myndin verður frumsýnd 2009.

