The Bourne Legacy færist nær


En auðvitað enginn Matt Damon.

Frá árinu 2008 höfum við vitað að fjórða Bourne myndin væri í vinnslu og alveg síðan að titill hennar var staðfestur árið 2010 hefur verkefnið eiginlega legið í leyni. Heilmikið af óljósum orðrómum og endalausir stórleikarar sem biðu í röðum og það eina formlega sem gefið hefur verið út er ein ljósmynd af aðalleikaranum. Í dag breyttist það hins vegar þegar að bæði formlega plakatið og fyrsta stiklan fyrir myndina birtust á netinu.

Njótið:

Video: The Bourne Legacy Trailer

Lítið er vitað um sjálfa sögu The Bourne Legacy og stiklan gefur ekki mikið upp, enda fyrir utan það að deila titli fjórðu bókarinnar hefur myndin ekkert með hana að gera. Myndin gerist eftir endalok þriðju kvikmyndarinnar og mun einblína á hálfgerðan „arftaka“ Jasons Bourne, að nafni Aaron Cross, og hvernig heimur leigumorðingja og spæjara bregst við gjörðum Bournes.

Jeremy Renner leikur Cross, Edward Norton leikur illmennið og handritshöfundur allra Bourne myndanna hingað til, Tony Gilroy, mun leikstýra. Þrátt fyrir að Matt Damon tekur ekki aftur upp þráðinn sem Jason Bourne í þessari, þá er enn sterkur möguleiki á að hann snúi aftur sem karakterinn í framtíðinni; svo fremur sem að leikstjórinn Paul Greengrass geri það sama.

The Bourne Legacy er væntanleg í ágúst næstkomandi.