Teaser plakat fyrir Skrapp út

Íslenska kvikmyndin Skrapp út er væntanleg í ágúst, nánar tiltekið 08/08/08 og vorum við á Kvikmyndir.is að fá sent inn glænýtt plakat fyrir hana. Mér skilst að þetta sé teaser plakat og því eigum við líklega von á „final“ plakati bráðlega. Þetta er nú alls ekki versta plakat sem ég hef séð, bara ansi súrt og skemmtilegt. Maður á erfit með að gera sér grein fyrir um hvað myndin er. Leikstjóri myndarinnar er Sólveig Anspach sem gerði nýlega hina ágætis mynd Stormy Weather.

Það er líka hægt að hlusta á þema lag fyrir Skrapp út hér: