Það er hvorki spurning né vafi um það að The Dark Knight sé mynd sumarsins, ef ekki ársins. Myndin ætlar sér ekki einungis að slá öll met vestanhafs, heldur einnig á Íslandi.
Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Sambíónum:
Opnun myndarinnar er sú stærsta á landinu fyrr og síðar og sáu tæplega 25.000 manns myndina frá því að hún var frumsýnd þann 23. júlí. Þetta jafngildir því að 8% þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að heitasti dagur sumarsins hafi verið 25. júlí sl.
The Dark Knight hefur auk þess slegið öll forsölumet á Íslandi en jafnmargir
miðar hafa ekki selst á nokkra kvikmynd hér á landi í gegnum vefsíðuna
midi.is.
Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á
Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki
er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir.
Mitt álit:
8%?? Magnað! Mér finnst samt hálf skondið hvað margir eru hissa á þessum tölum. Flestir félagar mínir spáðu Indiana Jones 4 sem aðsóknarmesta mynd sumarsins. Margir gengu jafnvel svo langt með að halda að hún yrði sú besta. Ég segi bara… Plís! Indy er algjörlega kaffærður af Blaka, og sennilegast Heath Ledger líka.
Annars, þá er ég hingað til búinn að leggja í það að sjá myndina þrisvar. Hvað eruð þið búin að fara oft?

