Tautou í Da Vinci

Þær Sofie Marceau og Julie Delpy mega víkja frá því þær fá víst hvorugar að koma fram í væntanlegri mynd sem byggð er á bókinni The Da Vinci Code. Í staðinn mun franska heilladísin Audrey Tautou fara með aðalkvenhlutverkið þar, en fólk þekkir hana e.t.v. best sem Amélie úr samnefndri mynd. Um einhvern smátíma stóð til boða að velja á milli hennar og Lindu Hardy (frekar óþekkt nafn, en hún lék í mjög sérstakri mynd frá frakklandi á síðasta ári sem heitir Immortel), en á endanum var leikstjórinn meira sáttur við prufu Tautou. Tom Hanks mun annars vegar fara með aðalhlutverkið eins og ýmsir þegar vita og Jean Reno fer með aukahlutverk einnig. Myndin er áætluð að verða sýnd á árinu 2006 og er leikstjórinn, eins og áður hefur verið sagt, Ron Howard.