Leikstjórinn Quentin Tarantino er hættur við að gera kvikmyndina The Hateful Eight, eftir að handrit að myndinni lak til umboðsmanna í Hollywood. BBC segir að Tarantino hafi verið búinn að klára fyrsta uppkast af handritinu og áttu tökur að hefjast innan skamms.
Tarantino segist hafa komist að lekanum þegar umboðsmenn byrjuðu að hringja í hann og biðja um hlutverk fyrir leikara sína. Þrír leikarar fengu handiritið í hendurnar, þar á meðal Tim Roth.
Tarantino segir þó að hann treysti Roth og að hann sé viss að þetta sé ekki honum að kenna. Eins og margir vita þá hafa þeir tveir unnið saman að nokkrum kvikmyndum, þar á meðal Pulp Fiction og Reservoir Dogs.
„Sá eini sem ég veit að hefur ekki gert þetta er Tim Roth,“ sagði Tarantino. Þá er bara að bíða og sjá hvaða leikari dreifði handritinu til allra í Hollywood.