Sjáðu Thor berjast við Malaketh – myndband

Það er ekki auðvelt að komast nálægt tökum á stórmyndum eins og Thor 2: The Dark World, eins og þeir vita sem reyndu að fá að heimsækja tökustað myndarinnar hér á landi fyrr á þessu ári. Myndbandið hér að neðan er eitt af þessum hálfgerðu njósnaramyndböndum sem hafa verið að birtast af og til frá […]

Iron Man 3 og Thor 2 í 3D – Ant-Man sýnd 2015

Þær fréttir voru að berast frá Marvel að búið sé að ákveða að bæði Iron Man 3 og Thor: The Dark World, sem verið er að taka nú um stundir hér á Íslandi, verði sýndar í þrívídd. Auk þess hefur verið ákveðinn frumsýningardagur fyrir nýja ofurhetjumynd, Ant-Man, eða Mauramaðurinn. Ant-Man verður frumsýnd 6. nóvember 2015. […]

Hemsworth kominn til Íslands

Ástralski Leikarinn Chris Hemsworth sem þekktastur er fyrir leik sinn í myndunum Thor og Avengers, kom í gær til Íslands til að vera viðstaddur tökur á framhaldsmynd um þrumuguðinn Þór, að því er mbl.is greinir frá. Thor 2 mun bera heitið Thor: The Dark World og verður frumsýnd á næsta ári, 2013. Hér að neðan sést […]

Marvel tilkynnir mikið á Comic-Con

Undirbúið ykkur fyrir svefnlausar nætur af sveittri spennu því Marvel Studios kynntu heilar fimm væntanlegar kvikmyndir byggðar á myndasögum sínum. En þær eru Thor: The Dark World sem er væntanleg á næsta ári, Captain America: The Winter Soldier sem kælir klakann í apríl eftir tvö ár, Ant-Man í leikstjórn Edgar Wright sem við höfum lengi […]

Thor 2 finnur nýjan leikstjóra

Game of Thrones leikstjórinn Alan Taylor hefur verið ráðinn til gerðar Thor 2. Þar með líkur (vonandi fyrir Marvel) hringekjureiðinni sem leitin að arftaka Kenneth Branagh hafði verið. Svo virðist sem Marvel hafi verið staðráðnir í að finna einhvern með reynslu frá Game of Thrones til þess að leikstýra Thor 2, því þeir höfðu áður […]

Thor 2 orðin leikstjóralaus

Patty Jenkins hefur hætt við að leikstýra Marvel myndinni Thor 2. Hún hafði verið að undirbúa myndina frá því í október, en er sögð hafa gengið burt frá myndinni vegna „listræns ágreinings“ (creative difference) sem segir okkur náttúrulega ekki neitt. Þetta er talsvert áfall fyrir Marvel, en leitin að nýjum leikstjóra er þegar hafin. Myndin […]

Thor 2 fær leikstjóra

og er frestað… Marvel staðfesti í gær að Patty Jenkins hefði verið ráðin í leikstjórastól Thor 2. Orðrómur þess efnis hafði verið uppi fyrir nokkrum vikum og svo virðist sem að Marvel séu sannfærðir um að hún sé rétta manneskjan í starfið. Fyrir það var talið að sjónvarpsleikstjórinn Brian Kirk, einn af þeim á bakvið […]

Leikstjóri Monster gæti hugsanlega leikstýrt Thor 2

Ekki er nóg með að síðustu ár hafa fimm myndir byggt upp það sem verður án efa ein stærsta ofurhetjumynd allra tíma, heldur eru flestar af þeim myndum búnar eða eru að fá framhöld. Eitt það fyrsta sem kemur út eftir hina massívu Avengers mynd verður Thor 2 en nú standa yfir viðræður til að […]