Varúð! Ekki fyrir lofthrædda

Vefsíðan Readersdigest hefur tekið saman lista yfir tíu myndir sem ólíklegt er að séu í sérstöku uppáhaldi hjá lofthræddum.  Myndirnar eru af ýmsum toga, þar sem húsþök, háhýsi, fjöll og geimurinn koma við sögu. Fáum ætti að koma á óvart að Vertigo eftir Alfred Hitchcock er á listanum. Einnig er þar heimildarmyndin Man On Wire […]

Nýtt í bíó – The Walk

Hin ævisögulega kvikmynd The Walk verður frumsýnd á föstudaginn í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Jafnframt verður myndin forsýnd í Háskólabíói á morgun, miðvikudag kl. 20:00. Myndin segir frá línudansaranum Philippe Petit sem lagði allt í sölurnar til að ganga á milli Tvíburaturnanna í World Trade Center byggingunni 7. ágúst 1974. Myndin byggir á sannri sögu Petits, […]

25 haustmyndir sem þú mátt ekki missa af

Kvikmyndasíðan The Wrap hefur tekið saman lista yfir 25 haustmyndir sem blaðamenn hennar dauðlangar að sjá. Þar á meðal eru Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks,  Hateful Eight frá Quentin Tarantino, Bond-myndin Spectre og að sjálfsögðu Star Wars: The Force Awakens.  Hér fyrir neðan er listi yfir tíu af þessum myndum með frumsýningardögunum vestanhafs en hérna er hægt […]

Gordon-Levitt leikur mann á vír

Gjörningurinn sem Frakkinn Philippe Petit framdi 7. ágúst árið 1974 verður lengi í minnum hafður og örugglega aldrei leikinn eftir. Petit gerði sér nefnilega lítið fyrir og strengdi vír á milli tvíburaturnanna í New York árið 1974 og dansaði þar í tæpa klukkustund áður en hann var handtekinn. Leikarinn Joseph Gordon-Levitt mun fara með hlutverk Petit […]