Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tölvuforritarinn Col Needham stofnaði Imdb.com árið 1990, eða fyrir 25 árum. Í september síðastliðnum voru um 3,4 milljónir titla í gagnagrunni síðunnar (þar […]

DiCaprio leikur raðmorðingja í mynd Scorsese

Leikstjórinn Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio ætla að taka höndum saman enn á ný í kvikmyndinni The Devil in the White City sem er byggð á bók Erik Larson frá árinu 2003 en hún fjallar um sanna atburði.  DiCaprio mun leika raðmorðingjann Dr. HH Holmes, sem lokkaði til sín fórnarlömb á heimssýningunni í Chicago árið 1893. […]

Scorsese á fáar myndir eftir

Martin Scorsese hefur gefið í skyn að hann eigi bara eftir að leikstýra nokkrum myndum til viðbótar áður en hann leggst í helgan stein. Scorsese tjáði sig um þetta á Marrakech-kvikmyndahátíðinni þar sem nýjasta myndin hans The Wolf Of Wall Street er sýnd. „Mig langar að gera helling af myndum en núna er ég orðinn […]

Óskarshöfundur The Departed skrifar Sin City 2

Undirbúningur að Sin City 2 stendur nú sem hæst og leikstjórinn Robert Rodriguez og Frank Miller, sem teiknar myndasöguna sem Sin City er byggð á, hafa nú fengið í lið með sér engan annan en William Monahan til að vinna að handritinu, en Monahan vann Óskarsverðlaunin árið 2006 fyrir handritið að The Departed. Monahan á […]

DiCaprio og Scorsese saman á ný í The Gambler?

Kvikmyndaleikarinn Leonardo DiCaprio mun samkvæmt deadline.com vefsíðunni ætla að leika í myndinni The Gambler, og mögulega mun hann þar enn á ný vinna undir stjórn kvikmyndaleikstjórans Martin Scorsese. Félagarnir unnu síðast saman við Shutter Island, og þar á undan við Óskarsverðlaunamyndina The Departed, en myndin var m.a. valin besta mynd ársins og Scorsese fékk Óskar […]

Lara Croft vakin til lífs á ný

Graham King, framleiðandi mynda á borð við The Departed og The Town, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að Tomb Raider seríunni. Tvær myndir hafa verið gerðar í Tomb Raider seríunni og fór Angelina Jolie með hlutverk Löru Croft, og festi sig þar með í sessi sem eitt mesta hörkukvendi okkar tíma. Samkvæmt The Hollywood Reporter hefur […]