Fyrstu alþjóðlegu verðlaun Sumarbarna

Sumarbörn, fyrsta kvikmynd Guðrúnar Ragnarsdóttur í fullri lengd, vann INIS verðlaunin á FIFEM – alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Montreal í Kanada. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Sumarbörn vann nýverið til Edduverðlauna fyrir besta Barna- og unglingaefni ársins. Myndin var frumsýnd hérlendis í Bíó Paradís í október síðastliðnum og frumsýnd erlendis í nóvember á hinni virtu […]

Fyrsta sýnishorn úr Sumarbörnum

Íslenska framleiðslufyrirtækið Ljósband birti nýverið nokkur brot úr kvikmyndinni Sumarbörn í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur. Þess má geta að sýnishornið var gert á meðan á tökum stóð og er því ekki litgreint né hljóðunnið að fullu. Tökur fóru fram í sumar og þeim lauk fyrir fáeinum dögum. Í yfirlýsingu frá framleiðendum myndarinnar segir að „Hér er for-stikla […]