Fyrsta sýnishorn úr Sumarbörnum

sumarbörnÍslenska framleiðslufyrirtækið Ljósband birti nýverið nokkur brot úr kvikmyndinni Sumarbörn í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur. Þess má geta að sýnishornið var gert á meðan á tökum stóð og er því ekki litgreint né hljóðunnið að fullu. Tökur fóru fram í sumar og þeim lauk fyrir fáeinum dögum.

Í yfirlýsingu frá framleiðendum myndarinnar segir að „Hér er for-stikla sem við klipptum saman meðan við vorum enn í tökum. Gátum ekki staðist að deila með ykkur smávegis af því sem við erum búin að vera að gera.“

Kvikmyndin fjallar um tvíburasystkinin Eydísi og Kára, sem eru send á Silungapoll vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.

Hér að neðan má sjá þessa svokölluðu for-stiklu úr myndinni.