Brellurnar sem eru tilnefndar til Eddunar

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna fyrir stuttu og verður svo hátíðin sjálf haldin hátíðlega í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 22. febrúar. Kvikmyndirnar Málmhaus, Hross í oss og Ófeigur gengur aftur eru tilnefndar í flokki „Bestu brellur“ og hafa ítarleg myndbönd af eftirvinnslu við myndirnar verið birtar á myndbandssíðunni Vimeo. Jörundur Rafn Arnarson hjá Reykjavík […]

Fyrsta hátíð Ófeigs

Gaman-draugamyndin Ófeigur gengur aftur í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar tekur þátt í sinni fyrstu kvikmyndahátíð í október nk. Hátíðin heitir Mill Valley Film Festival,  í Mill Valley í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og stendur frá 3. til 13. október. Myndin fjallar um Ófeig sem er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur […]

Frumsýning: Ófeigur gengur aftur

Sambíóin frumsýna á morgun, miðvikudaginn 27. mars nýjustu bíómynd leikstjórans Ágústs Guðmundssonar, hina gamansömu draugamynd Ófeigur gengur aftur. Myndin er páskamynd Sambíóanna í ár og verður frumsýnd í Sambíóunum um allt land. Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd með Ladda, Gísla Erni og Ilmi í aðalhluverkum. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Það eru […]

Viðtalið – Ágúst Guðmundsson

Leikstjórinn Ágúst Guðmundsson hefur lengi verið að í þessum bransa og á margar af  ástsælustu kvikmyndum landans. Má þar nefna Land og Synir, Með allt á hreinu og Mávahlátur. Nýjasta afurð leikstjórans er gamansama draugamyndin Ófeigur gengur aftur og verður hún frumsýnd þann 27. mars næstkomandi. Við ræddum við Ágúst um ferilinn, Ófeig, íslenska kvikmyndagerð og […]

Laddi er draugur – Ný stikla

Komin er út stikla fyrir nýjustu mynd Ágústs Guðmundssonar, Ófeigur gengur aftur, þar sem Þórhallur Sigurðsson, Laddi, leikur drauginn Ófeig. Sjáðu stikluna hér að neðan: Myndin fjallar um það þegar nýlátinn faðir Önnu Sólar, Ófeigur, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Unga parið ætlar að selja […]

Leikararnir fundu sig vel í húmornum

Tökum á íslensku kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur er nýlokið en nú er verið að klippa myndina.  Ágúst Guðmundsson er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, en Ágúst hefur áður gert myndir á borð við Með allt á hreinu og Mávahlátur. Ilmur Kristjánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum. Í samtali við Kvikmyndir.is sagði Ágúst að tökurnar […]

Afturgangan hefst á þriðjudag

Tökur á nýrri mynd Ágústs Guðmundssonar, Ófeigur gengur aftur, hefjast í Reykjavík á þriðjudaginn, að því er fram kemur á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Ágúst leikstýrir myndinni sem er svört kómedía. Söguþráður myndarinnar er á þann veg að Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga […]