Fyrsta kitla er komin út fyrir myndina sem margir bíða spenntir eftir, framhaldsmynd Trainspotting eftir Danny Boyle frá árinu 1996, T2 .
Kitlan hefst á lestarhljóði og svo fáum við að sjá nýja mynd af aðalleikurunum standandi og horfandi í myndavélina.
Trainspotting fjallaði um hóp af heróínnotendum með sjálfseyðingarhvöt.
Í nýju myndinni snúa þeir allir aftur, þeir Ewan McGregor, Ewen Bremner, Jonny Lee Miller og Robert Carlyle í aðalhlutverkunum.
Yfir kitlunni hljómar lag Iggy Pop, Lust for Life. Handrit myndarinnar skrifar John Hedge.
Myndin verður frumsýnd 27. janúar nk. í Bretlandi og 3. febrúar hér á Íslandi og í Bandaríkjunum, en þar í landi mun hún heita: T2: Trainspotting.
Kíktu á kitluna hér fyrir neðan: