Þrátt fyrir að ekki ómerkari menn en Tim Burton og Kevin Smith hafi reynt að koma nýrri Súpermann mynd á koppinn, hefur það aldrei tekist. Nú á að reyna enn einu sinni. Leikstjórinn McG ( Charlie’s Angels ) er búinn að skrifa undir samning um að leikstýra nýrri Súpermann mynd, og á JJ Abrams nokkur að skrifa handritið. Abrams þessi er gríðarlega heitur þessa stundina, því hann er penninn á bak við hina geysivinsælu Alias þætti sem öllu tröllríða í bandarísku sjónvarpi. Þetta eru vissulega góðar fréttir fyrir alla aðdáendur, en best er að gera sér ekki of miklar vonir strax því margt gæti breyst. Við fáum hvort eð er ekki að sjá þessa mynd fyrr en í fyrsta lagi árið 2004.

