Súpermann lifir

Leikstjórinn McG ( Charlie’s Angels ) og handritshöfundurinn JJ Abrams (þekktastur fyrir Alias sjónvarpsþættina ) eru á fullu að vinna að því að koma nýrri Superman mynd upp á hvíta tjaldið. Það er búið að vera strembið ferli að ná myndinni í framleiðslu, og hafa ýmsir góðir menn komið að og farið jafnharðan. Enn er svosem ekki séð fyrir endan á þessu ferli og framleiðsla myndarinnar er enn ekki hafin, þannig að ekkert er víst í þessum málum. Hins vegar herma nýjustu fregnir að Warner Bros. kvikmyndaverið, sem á réttinn á öllu klabbinu, hafi boðið leikaranum Brendan Frasier að taka að sér að leika manninn í rauðu nærbuxunum. Enn er ekki vitað hvort hann muni taka að sér hlutverkið.