Supergirl í sjónvarpið

CBS sjónvarpsstöðin bandaríska hefur gefið grænt ljóst á framleiðslu á sjónvarpsþáttaseríunni Supergirl, sem byggð er á teiknimyndabókum DC Comics fyrirtækisins, samkvæmt heimildum The Wrap vefsíðunnar.

DCE_Supergirl INT v01_r01.indd

Þættirnir munu fjalla um ævintýri Kara Zor-El sem fæddist á plánetunni Krypton ( eins og Superman ) en slapp frá plánetunni rétt áður en hún eyddist.

Síðan hún kom til Jarðar hefur hún látið lítið fyrir sér fara og falið krafta sína fyrir hinum fræga frænda sínum Superman. En nú er Supergirl orðin 24 ára gömul og hefur ákveðið að sættast við ofurkrafta sína og verða ofurhetjan sem henni var alltaf ætlað að verða.

Áður hefur verið gerð bíómynd um Supergirl þar sem Helen Slater lék ofurkonuna árið 1984, en í myndinni léku einnig stórleikararnir Faye Dunaway og Peter O’Toole.