Kvikmyndin Gravity hefur öðlast heimsfrægð og verið verðlaunuð í bak og fyrir. Þau Sandra Bullock og George Clooney fara með aðalhlutverkin í þessari mögnuðu spennumynd sem gerist í geimnum. Gravity var leikstýrð af meistaraleikstjóranum Alfonso Cuarón og skrifaði hann handritið ásamt syni sínum, Jonas Cuarón.
Jonas hefur nú gert stuttmynd sem er samin upp úr kvikmyndinni og gerist á jörðu niðri. Um er að ræða mynd um inúítann Aningaaq, en hann náði sambandi við persónu Bullock í gegnum talstöð þegar hún sat föst í litlu geimfari.
Þó persóna Bullock og Aningaaq skilji ekki hvort annað þá ná þau samt að tala um hunda, börn og um lífið og dauðann.
Myndin ber einfaldlega heitið Aningaaq og sýnir okkur hina hliðina á senunni góðu.