Ein af næstu stórmyndum Disney mun fjalla um gerð barnamyndarinnar Mary Poppins sem kom út árið 1964. Myndin ber nafnið Saving Mr. Banks og fjallar um fjórtán ára baráttu Walt Disney fyrir kvikmyndarétti um barnfóstruna sem allir elska. Stórleikararnir bíða í röðum eftir því að fá að leika í þessari mynd.
Það er löngu staðfest að Tom Hanks muni leika Walt Disney ásamt því að Emma Thompson muni leika stórt hlutverk. Í dag bættust við Paul Giamatti, Jason Schwartzman og Ruth Wilson. Fyrir mánuði síðan bættist Colin Farrell við lista leikara í myndinni.
Enn er óljóst hvenær myndin kemur út, en ég myndi giska á 2014. Mér líst fáránlega vel á þetta. Hvernig getur mynd byggð á Mary Poppins með þessum leikurum klikkað ?