Stiller og Aniston

Ben Stiller hefur tekið að sér aðalhlutverk ónefndrar kvikmyndar ásamt leikkonunni Jennifer Aniston. Einnig hafa leikkonan Debra Messing úr sjónvarpsþáttunum Will & Grace, ásamt hinum frábæra Phillip Seymour Hoffman, ákveðið að taka þátt. Í myndinni leikur Stiller mann einn sem hefur alltaf valið hina öruggu leið í lífinu og aldrei tekið neinar áhættur, það er að segja þangað til að hann ákveður að halda fram hjá konunni sinni með Aniston. Myndinni verður leikstýrt af John Hamburg, en hann er einna þekktastur fyrir að hafa skrifað handritið að Meet the Parents. Tökur á myndinni hefjast í haust, og mun Aniston slást í hópinn um leið og tökum á Bruce Almighty, sem hún er að gera með Jim Carrey, lýkur.