Kvikmyndaleikarinn Ronnie Gene Blevins, sem lék steypubílstjórann í The Dark Knight Rises, er búinn að fá stóra tækifærið sem leikari. Hlutverk hans í The Dark Knight Rises var ekki stórt, og sömuleiðis var hlutverk hans í Seven Psychopaths frekar lítið, en nú hefur leikstjórinn David Gordon Green valið hann í hlutverk aðal þorparans í myndinni Joe.
Fyrir á tökustað þessarar myndar eru ekki ómerkari menn en sjálfur Nicolas Cage og Tye Sheridan, úr Tree of Life.
Blevins leikur hlutverk Willie Russell, og Cage leikur hlutverk fyrrverandi fanga sem hinn 15 ára gamli Gary Jones, leikinnn af Sheridan, tekur sér til fyrirmyndar.
Hér að neðan er vídeó af steypubílnum, tekið af áhugamanni: