Babycenter.com, sem er leiðandi blogg fyrir nýjar mæður, sagði frá því gær að nöfn ættuð úr nýju Star Wars myndinni, Star Wars: The Force Awakens, væru að koma sterkt inn í nafngjöfum þetta árið.
Nöfn eins og Kylo og Rey, Han og Jedi, Rogue og Rebel eru öll að vaxa að vinsældum á kostnað hefðbundinna nafna eins og Emma, Olivia eða Liam.
„Þar sem Star Wars 7 er enn í bíó og hefur gengið vel, þá er eins og foreldrar hafi vaknað til vitundar um að þarna leyndust kjörin nöfn fyrir litlu ungana þeirra,“ segja talsmenn síðunnar. „Og tvö nöfn eru langvinsælust.“
Fyrir unga drengi þá er hefur nafngjöfin Kylo aukist um 67% frá árinu 2015, en fyrir ungar stúlkur þá er nafnið Rey orðið 82% vinsælla á milli ára.
„Er til betra nafn fyrir unga stúlku en nafn konu sem er sterk, góð og hugrökk, og tekst á við áskoranir,“ segir í blogginu.
Linda Murray, ritstjóri BabyCenter segist undrandi á vinsældum Kylo, en kannski er ástæðuna að finna í tengingunni við persónurnar Han og Leia, eins og þeir þekkja sem séð hafa myndina.
„Persónan Kylo Ren er svo neikvætt afl í myndinni, en foreldrar gætu laðast að valdinu og drunganum sem fylgir því,“ bætti hún við.
Auðveldarar er að skilja nafngjöfina Rey.
„Rey er sterkt stúlkunafn sem stendur fyrir vald, en hljómar fallega.“
Hér má lesa meira um málið: USA Today