Star Wars 8 – Myndir af tökustað!

Tökur á næstu Star Wars mynd, Star Wars: Episode VIII, standa nú sem hæst í Dubrovnik í Króatíu. Vefsíðan Flickeringmyth birtir í dag myndir sem teknar eru af tökunum á myndinni, en þær birtust upphaflega á króatísku vefsíðunni DuList (í gegnum StarWarsPost).

Star_Wars_Episode_VIII_numeral_logo

Á Myndunum sjáum við almenna borgara á ferli, hermenn, farartæki og eitthvað sem líkist risastóru geimveruhrossi.

Kíktu á myndirnar með því að smella hér.

Star Wars: Episode VIII kemur í bíó 15. desember 2017 og leikarar fyrri myndarinnar, þau Mark Hamill (Luke Skywalker), Carrie Fisher (Leia Organa), Adam Driver (Kylo Ren), Daisy Ridley (Rey), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe Dameron), Lupita Nyong’o (Maz Kanata), Domhnall Gleeson (General Hux), Anthony Daniels (C-3PO), Gwendoline Christie (Captain Phasma) og Andy Serkis (Supreme Leader Snoke) mæta aftur til leiks, ásamt nýliðum eins og Benicio Del Toro (Guardians of the Galaxy), Laura Dern (Jurassic Park) og Kelly Marie Tran (Ladies Like Us).