Stallone æfir fyrir Rambo 5

Nú þegar þriðja Expendables myndin hefur verið frumsýnd, er rétt að spyrja hvað taki við hjá aðalmanninum, Sylvester Stallone?

rambo-training

Vulture spurði Stallone að því í kynningarpartýi vegna Expendables frumsýningarinnar, hver staðan væri á Rambo 5, sem er eitt af þeim verkefnum sem kappinn gæti sett á dagskrá næst.

„Ég er að undirbúa mig undir það,“ sagði Stallone. „Ég er byrjaður að æfa mig [lyfta lóðum]. Ég ætla að vera hæfilega grimmilegur og allt það, en gáfaður. Morðingi með samvisku.“ Og svo hélt hann áfram: „Gáfaður, en samt heimskur. Stór, en samt lítill. Breiður, en samt grannur. Þú veist hvað ég meina. Við ætlum að ná yfir öll þessi mörk.“

Stallone hefur síðustu misserin gefið vísbendingar um mismunandi söguþræði og áttir fyrir myndina að fara í, en fyrir mánuði síðan kom fram í fréttatilkynningu í Þýskalandi að í Rambo 5 myndi persóna Stallone berjast við mexíkóskan eiturlyfjahring.