Stærsta opnun á hryllingsmynd á Íslandi

Annabelle-2014-Movie-PosterHryllingsmyndin Annabelle frá James Wan, sem gerði m.a. The Conjuring, er vinsælasta myndin á Íslandi í dag auk þess sem þetta er stærsta opnun á hryllingsmynd fyrr og síðar hérlendis. Myndin skákar þar með myndum á borð við The Blair Witch Project, Scream og The Conjuring sem var fram til þessa stærsta myndin í þessum flokki hérlendis.

Annabelle er forveri The Conjuring og fjallar um ung hjón sem eiga sér einskils ills von þegar djöfladýrkendur brjótast inn til þeirra og ráðast á þau í þeim tilgangi að fórna saklausri sál. Í átökunum sem fylgja deyr einn af meðlimunum árásarhópsins og um leið slettist blóð úr honum á dúkku í barnaherberginu sem eiginkonan unga heldur upp á. Þar með hefst æsileg atburðarás því svo virðist sem andi hins fallna djöfladýrkanda hafi tekið sér bólfestu í dúkkunni og vilji hefnd.