Nýjasta mynd Johnny Depp, The Rum Diary, náði aðeins að hala inn 5 milljónum dollara í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina, en myndin var frumsýnd síðasta föstudag. Miðað við að myndin kostaði um 45 milljónir dollara þá verður það að teljast töluverð vonbrigði.
Flestir vita þó að það eru ekki endilega aðgangstölur sem segja allt um kvikmyndir. Oftar en ekki er rétt að taka mark á dómum þegar meta á gæði mynda. Dómar fyrir The Rum Diary hafa sömuleiðis verið upp og ofan. Athygli vekur að kvikmyndaaðdáendur hafa almennt lélegra álit á myndinni en gagnrýnendur skv. könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins Cinemascore.
Þrátt fyrir að þetta sé ekki stærsta stundin á ferli Johnny Depp þá hefur myndunum hans gengið verr peningalega séð. The Imaginarium of Doctor Parnassus, The Libertine og Fear And Loathing Las Vegas gekk verr en The Rum Diary að hala inn tekjunum í kvikmyndahúsum á heimsvísu þegar þær voru frumsýndar.