Þrátt fyrir gildandi samkomutakmarkanir í landinu vegna Covid-19 þá sló nýja Spider-Man myndin; Spider-Man: No Way Home, met um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.
Nýjasta kvikmyndin um vinalegu nágrannahetjuna okkar, Spider-Man, var frumsýnd sl. föstudag hér á landi og var heildaraðsókn nýliðinnar helgar yfir 18.100 manns. Tekjur voru þrjátíu milljónir króna. Það þýðir að Spider-Man: Far from Home er tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi á opnunarhelgi, samkvæmt tilkynningunni, og þriðja aðsóknarmesta kvikmynd á opnunarhelgi frá upphafi mælinga.
„Myndin var sýnd í öllum kvikmyndahúsum landsins og var sýnd í mörgum sölum samtímis þar sem einungis 100 manns mega koma saman í hvert hólf. Vert er að taka fram að kvikmyndahús landsins fylgja ströngum sóttvarnarreglum og tryggja að öryggi og heilsu bíógesta og starfsmanna sé gætt. Ekkert hlé er á sýningum, grímuskylda, engin áfengissala, sjálfvirk sætaskipun og góð loftræsting tryggir að hægt sé að framfylgja sóttvörnum,“ segir í tilkynningunni.
Myndin hefur fengið frábæra dóma og mikið lof gagnrýnanda sem og áhorfanda og er til að mynda „certified fresh“ á Rotten Tomatoes, eins og segir einnig í frétt Senu.