Spider-Man fær góð ráð frá Iron Man í fyrstu stiklu

Fyrsta stiklan úr nýju Spider-Man myndinni,  Spider-Man: Homecoming, kom út í morgun, en í henni fær hinn ungi Köngulóarmaður, sem Tom Holland leikur, góð ráð frá kollega sínum úr Marvel ofurhetjuheimum, Tony Stark, öðru nafni Iron Man, sem Robert Downey Jr. leikur.

“Þú mátt halda búningnum,” segir milljarðamæringurinn og tæknimógúllinn Tony Stark við Spider-Man, sem gefur vísbendingu um að hann eigi heiðurinn af hönnun búnings Köngulóarmannsins.

spid

Eins og ofurhetjuunnendum ætti að vera í fersku minni þá byrjaði samband þeirra tveggja að þróast í Captain America: Civil War.

Eins og við sögðum frá í gær þá er Spider-Man kominn í fyrsta sinn með einskonar vængi undir hendurnar sem gefa honum möguleika á að svífa milli bygginga, þó hann geti ekki flogið.

Í stiklunni sjáum við einnig græneygða þorparann Vulture, sem Michael Keaton leikur.

Myndin, sem er í leikstjórn Jon Watts, kemur í bíó 21. Júlí nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: