Ný stikla fyrir The Amazing Spider-Man birtist fyrir japanskan markað nú um helgina. Það væri nú ekki frásögu færandi fyrir utan það að stiklan sýnir áður óbirt atriði sem veita aðeins meiri innsýn í söguþráð myndarinnar en áður. Í stiklunni er mun fleiri hasaratriði en birt hafa verið á Bandaríkja- og Evrópumarkaði.
The Amazing Spider-Man er fjórða Spider-Man myndin í röðinni, en í stað þess að halda áfram þar sem frá var horfið er þessari mynd ætlað að endurræsa seríuna og mun því fjalla um það hvernig Peter Parker þróast frá venjulegum framhaldsskólanema yfir í Köngulóarmanninn. Leikaraliðið hefur einnig verið endurnýjað, en Andrew Garfield og Emma Stone leika aðalhlutverkin. Marc Webb leikstýrir myndinni, en hann hefur meðal annars gert (500) Days of Summer.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan (mæli með því að horft sé á hana í fullri upplausn).
Þó svo að stiklan líti í sjálfu sér ágætlega út er ég enn ekki sannfærður um að mig langi að sjá þessa mynd. Mér sýnist söguþráðurinn vera að miklu leyti líkur þeim sem við sáum í Spider-Man 1 og ég get hreinlega ekki ímyndað mér að hægt sé að gera eitthvað ‘groundbreaking’ með sama efnivið og hefur verið mjólkaður svona oft áður. Með öðrum orðum: same shit different day. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.
The Amazing Spider-Man kemur í bíó 6.júlí 2012.