Fyrir skömmu kom fyrsta plakatið fyrir framhald hinnar geysivinsælu Spider-Man, og á því sást erkióvinur köngulóarmannsins, Dr. Octopus. Nú er næsta plakatið komið, og er það hetjan sjálf. Plakatið er sérlega vel heppnað og hefur Sony tekist vel að byggja upp spenning fyrir framhaldinu.

