Ofurhetjurnar og félagarnir Scott Lang og Hope van Dyne snúa aftur og halda áfram ævintýrum sínum sem Ant Man og the Wasp í Ant-Man and The Wasp: Quantumania sem kemur í bíó í dag, föstudaginn 17. febrúar.
Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst....
Ásamt foreldrum Hope, Janet van Dyne og Hank Pym, og Cassie, dóttur Scotts, lendir fjölskyldan fyrir slysni í ríki skammtafræðinnar (e. Quantum Realm), þar sem tíminn er afstæður og hættur á alla bóga.
Þar þurfa þau að kljást við furðulegar og framandi verur og leggja í för sem reynir á allt sem þau hafa og meira til.
Þetta er í þriðja sinn sem Paul Rudd og Evangeline Lilly fara með hlutverk Ant Man og the Wasp.
Pfeiffer kemur sterk inn
Michael Douglas hefur líka verið með frá upphafi, en hann leikur Hank Pym, föður Hope. Michelle Pfeiffer kemur sterk inn í hlutverki Janet van Dyne, móður Hope.
Ævintýraheimur Marvel svíkur ekki frekar en fyrri daginn og virkilega gaman er að sjá reynda og þroskaða leikara á borð við Michael Douglas, Michelle Pfeiffer og Bill Murray fara á kostum.
Sjónræn veisla
Ant-Man and the Wasp: Quantumania er sjónræn veisla og algerlega ómissandi fyrir áhugasama. Söguþráðurinn byggir upp spennu sem heldur fólki límdu við tjaldið.
Gæðaleikarar tryggja að enginn kvikmyndaáhugamaður verður svikinn af því að gera sér ferð í kvikmyndahús til að gægjast inn í Marvel-ævintýraheiminn.
Aðalhlutverk: Paul Rudd, Evangeline Lilly, Jonathan Majors, Kathryn Newton, William Jackson Harper og Katy M O’Brien
Handrit: Jack Kirby og Jeff Loveness
Leikstjórn: Peyton Reed
Greinin birtist fyrir í Kvikmyndir mánaðarins, sérblaði Fréttablaðsins.