Daniel Craig hefur gefið í skyn að Spectre gæti orðið síðasta Bond-myndin hans. Í henni leikur Craig njósnara hennar hátignar, 007, í fjórða sinn.
Níu ár eru liðin síðan fyrsta Bond-myndin hans, Casino Royale, kom út.
Í viðtali við tímaritið Esquire sagði Craig að engin áform séu uppi um að hann leiki Bond áfram. „Ég veit það ekki, í alvörunni. Ég er ekki að þykjast. Eins og staðan er núna er það ekki á dagskránni hjá mér,“ sagði hann.
Þegar hann var spurður hvort hann langi til að leika njósnarann aftur sagði hann: „Nei, ekki á þessari stundu. Ég á mitt líf og ég þarf að halda áfram með það. En við sjáum til.“
Spectre er væntanleg í bíó síðar á þessu ári.