Fimmta myndin um sjóræningjann Jack Sparrow, The Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales, er væntanleg árið 2017.
Fyrsta myndin af leikaranum Johnny Depp í hlutverki Sparrow í myndinni var birt í dag og má sjá hana hér til vinstri, en á myndinni má sjá að Sparrow er búinn að koma sér í klandur, eina ferðina enn.
Leikstjórarnir Joachim Rønning og Espen Sandberg, sem síðast gerðu Kon-Tiki, leikstýra myndinni í sameiningu.
Handrit myndarinnar skrifar Jeff Nathanson, sem skrifaði Tower Heist, The Terminal og Speed 2. Í sjálfu sér er erfitt að geta sér til um hver söguþráður myndarinnar verður útfrá titli myndarinnar, en þó má segja titillinn sé af myrkari taginu.
Pirates of the Caribbean serían hefur þénað samtals meira en 3,5 milljarða Bandaríkjadala, en fjórða myndin, Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides, sem var frumsýnd árið 2011, þénaði meira en einn milljarð dala á heimsvísu.