Skúli og Sóley spila undir náttúrufegurð

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík býður jafnan til kvikmyndatónleika meðan á hátíð stendur, og hafa ýmsir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar
leikið lifandi tónlist meðan á sýningu kvikmyndar stendur. Meðal þeirra sem þegar hafa spilað á kvikmyndatónleikum RIFF eru Hjaltalín, Benni Hemm Hemm og nú síðast Kría Brekkan árið 2010. Í ár mun Skúli Sverrisson taka slaginn í Fríkirkjunni og Sóley Stefánsdóttir, oft kennd við hljómsveitina Seabear, mun einnig koma fram.

Skúli Sverrisson flytur tónlist undir sýningu myndarinnar When It Was Blue eftir Jennifer Reeves (2008). Myndin er óður til þeirrar óspilltu náttúru sem er alls
staðar á undanhaldi. Fegurð svæðanna er dregin fram með myndefni frá Íslandi, Nýja-Sjálandi, Vancouver, Nevada og víðar, og hefur Reeves þar að auki málað beint á filmuna.

Í hópi fremstu bassaleikara