Gamanmyndin Hot Tub Time Machine sló óvænt í gegn árið 2010. Nú er búið að gera framhald og fyrsta stiklan kom út í dag!
Í myndinni eru þeir Craig Robinson, Rob Corddry og Clark Duke aftur mættir í heita pottinn, en nú ásamt Adam Scott sem hleypur í skarðið fyrir John Cusack sem lék í fyrri myndinni. Gamanleikarinn frábæri Chevy Chase er sömuleiðis mættur í sama hlutverki og síðast, eða sem húsvörðurinn.
Myndin er eins og nafnið ber með sér tímaflakksmynd, þar sem nokkrir vinir ferðast um í tíma í heitum potti.
Í fyrri myndinni fóru þeir aftur í tímann, en nú er ferðinni heitið fram í tímann, til framtíðar.
Tilgangur ferðarinnar er að koma í veg fyrir að Lou, sem Corddry leikur, verði myrtur með skoti í liminn, af leigumorðingja sem einnig er tímaferðalangur.
Eins og segir í frétt vulture vefritsins þá er hér á ferð mynd í stíl við Looper tímaflakksmyndina, en með stærri skammti af kynlífi, eiturlyfjum ofl.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:
Myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum um jólin.