Bíó Paradís við Hverfisgötu ætlar að bjóða upp á sýningar á sígildum bíómyndum nú í sumar undir yfirskriftinni Sumar í Bíó Paradís.
Um er að ræða blöndu af gamanmyndum, hrollvekjum, spennumyndum, og dramamyndum m.a., en sem dæmi um sígilda mynd sem boðið er upp á er hin sprenghlægilega Spaceballs frá árinu 1987 með Rick Moranis og John Candy á meðal leikenda!
Það er rétt að hvetja kvikmyndaáhugamenn til að kynna sér myndirnar sem verða í boði, enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá þessar frábæru myndir á breiðtjaldi.
Hér fyrir neðan er listi yfir myndirnar sem boðið verður upp á. Hægt er að smella á myndirnar til að kynna sér þær nánar:
Fargo, 1996
Spaceballs, 1987
The Silence of the Lamb, 1991
Bananas, 1971
Scream, 1997
Gentlemen Prefer Blondes, 1953
Teen Wolf, 1985
The Other, 1972
Some Like it Hot, 1959
Bedazzled, 1967
The Addams Family, 1991
Singing in the Rain, 1952
Trainspotting, 1995
Taxi Driver, 1976
Sýningar síðla kvölds
The Evil Dead, sýnd 29. júní kl. 22.00
The Rocky Horror Picture Show, sýnd 20. júlí kl. 22.00
Child´s Play, sýnd 10. ágúst kl. 22.00
Sérsýningar
Hard Ticket to Hawaii, sýnd 4. júlí kl. 20.00
Troll 2, sýnd 18. júlí kl. 20.00
Charles Bradley: Soul of America, sýnd 1. ágúst kl. 20.00