Sjáðu nýju stikluna úr Allegiant!

Ný stikla úr Allegiant er komin út. Þetta er þriðja myndin sem er gerð eftir Divergent-skáldsögum Veronica Roth. insurgent

Önnur myndin í seríunni, Insurgent, kom út á síðasta ári. Í nýju myndinni heldur ævintýri þeirra Tris (Shailene Woodley) og Four (Theo James) áfram. Þau ná að flýja vegginn í kringum Chicago og lenda í hættulegu og jafnframt háþróuðu samfélagi sem fylgist með hverju fótmáli þeirra.

Myndin er væntanleg í bíó í mars 2016.

Allegiant er fyrri myndin af tveimur sem eru byggðar á samnefndri bók. Sú síðari, Ascendant, er væntanleg í bíó 2017.