Ný nöfn á tvær Divergent myndir

Kvikmyndirnar sem upphaflega hétu The Divergent Series: Allegiant — Part 1 og The Divergent Series: Allegiant — Part 2 hafa fengið ný nöfn. Nýju nöfnin eru: The Divergent Series: Allegiant og The Divergent Series: Ascendant.

diverengt

Báðar myndirnar verða byggðar á Allegiant, síðustu skáldsögunni í Divergent metsöluseríunni, eftir Veronica Roth.

Um leið og tilkynnt var um breytinguna voru einnig birt ný plaköt fyrir myndirnar og ný Tögg, eða Taglines. The Divergent Series: Allegiant fékk taggið:  „Break the boundaries of your world.“  The Divergent Series: Ascendant fékk: „The end is never what you expect.

Roth hefur nú þegar gefið álit sitt á nafnabreytingunni á Tmblr síðu sinni: „Hvað þýðir þetta? Nú, í raun og veru, þá þýðir þetta að það verða einhverjar breytingar, en óvíst hvað þær þýða. Ég veit að breytingar gera aðdáendur bóka  –  og höfundinn! – órólega, en vonandi verða persónurnar áfram eins og við þekkjum þær, sem er það mikilvægasta,“ skrifaði Roth og bætti við: „Ég er spennt að sjá hvernig þessar kvikmyndir munu koma út.“

Robert Schwentke leikstýrir báðum myndunum, en Shailene Woodley leikur aðalhlutverkið:  Beatrice „Tris“ Prior.  Theo James leikur Tobias „Four“ Eaton,  Ansel Elgort leikur Caleb Prior, Miles Teller leikur Peter Hayes,  Zoë Kravitz leikur Christina, Naomi Watts leikur Evelyn Johnson-Eaton, Jeff Daniels leikur David, Maggie Q leikur Tori Wu,  Octavia Spencer leikur Johanna Reyes, Ray Stevenson leikur Marcus Eaton og Bill Skarsgård leikur Matthew.

divdivd

Fyrri myndirnar tvær, Divergent og The Divergent Series: Insurgent, hafa þénað samanlagt 583 milljónir Bandaríkjadala á heimsvísu. Kostnaður við gerð myndanna var samtals 195 milljónir dala.

The Divergent Series: Allegiant verður frumsýnd 18. mars 2016.

The Divergent Series: Ascendant verður frumsýnd 24. mars 2017.