Sjáðu Keanu Reeves í 47 Ronin

Samúræ myndin 47 Ronin hefur verið við tökur í Búdapest (töfrar kvikmyndanna) á árinu, og nú höfum við fengið fyrstu myndirnar af settinu. Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvernig Keanu Reeves eigi að komast upp með að leika Samúræja, þá verður karakterinn hans hálf breskur, hálf japanskur utangarðsmaður að nafni Kai. Hann slæst svo í lið með fyrrverandi samúræjum sem eru í hefndarför gegn Lord Kira, sem drap meistara þeirra og gerði þá útlæga.

Myndin er lausleg endurgerð á samnefndri japanskri mynd frá 1947, sem aftur byggði lauslega á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í byrjun 18. aldar, og urðu að hálfgerði goðsögn. Þessi nýja mynd mun þó eiga lítið skylt við raunveruleikann, hún gerist í hálfgerðri fantasíuútgáfu af Japan, þar sem nornir og risar ráfa um, en með raunverulegum bardagaatriðum í stíl við Gladiator. Spurður hafði Keanu Reeves þetta að segja um myndina:

„Myndin er í 3D. Þetta er eiginlega vestri. Ég kalla það sögu um hefnd og ómögulega ást. Samúræjarnir verða Ronin, útlagar, og ákveða að ná fram hefndum á þeim sem ber ábyrgð á dauða meistara þeirra. Og ég leik utangarðsmann með dularfulla fortíð, sem er ástfangin af prinsessunni og öfugt, en við munum aldrei geta verið saman. En í þessari hefndarför geta hlutirnir breyst.“

Leisktjóri er Carl Eric Rinch, en þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Hann hefur þó vakið athygli áður, hefur unnið fyrir fyrirtæki Ridley Scott við auglýsingagerð (og er tengdasonur hans), og átti til skamms tíma að leikstýra mynd tengdri Alien, áður en Scott sjálfur tók yfir hana og breytti í Prometheus. Í öðrum hlutverkum eru Hiroyuki Sanada, Kô Shibasaki, Tadanobu Asano, Rinko Kikuchi, and Jin Akanishi. Myndin mun koma út í nóvember 2012. Augljóslega þá má sjá Reeves í búningi sínum hér til hliðar; fyrir neðan má sjá tvo aukaleikara.