Sjáðu geimverurnar! – Fyrsta stikla og plakat úr Arrival

Á dögunum birtum við fyrstu kitlu úr geimveru-heimsóknarmynd Denis Villeneuve, Arrival, með þeim Amy Adams og Jeremy Renner í aðalhlutverkum Nú er komið að sjálfri fyrstu stiklunni í fullri lengd, en í henni fáum við að sjá sjálfar geimverurnar í allri sinni dýrð!

Þegar dularfull geimskip lenda hér og hvar um Jörðina, þá er sérsveit undir stjórn tungumálasnillingsins Louise Banks, sett saman til að rannsaka málið. Mannkynið rambar á barmi allsherjarstyrjaldar, og Banks og hennar teymi þurfa að vinna hratt til að finna svör – og það gæti þýtt að taka þurfi lífshættulega áhættu fyrir bæði hana, og mannkynið allt.

Arrival-1

Villeneuve mun frumsýna Arrival í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september nk., og í framhaldinu verður hún sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Arrival er sjöunda mynd leikstjórans í fullri lengd, en hann er þekktur fyrir myndir eins og Prisoners og Sicario.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan, og glænýtt plakat myndarinnar þar fyrir neðan:

Arrival-poster