13 mínútna myndband sem greinir frá gerð stórmyndarinnar The Dark Knight Rises var sett á netið fyrr í dag, svona ef einhver skyldi hafa gleymt því í fimm mínútur að myndin er væntanleg núna í mánuðinum. Mér skilst að engu sé spillt í myndbandinu sem ekki hefur þegar verið spillt í stiklunum, svo að þannig lagað ætti að vera óhætt að horfa á það. Sjálfur ákvað ég hinsvegar að sleppa því bara, ég kann betur við að sjá aukaefnið eftir að hafa séð sjálfa myndina. En ég gat ekki sleppt því að deila þessu fyrir áhugasama:
Myndin fer í almennar sýningar 25. júlí, en kvikmyndir.is forsýnir ræmuna heilum fimm dögum fyrr. Enn er hægt að tryggja sér miða hér.