Serkis leikur Snoke í Star Wars

StarWars.com sagði frá því í gær að Andy Serkis, sem frægur er meðal annars fyrir að leika Gollum í Hringadróttinssögu og Hobbitanum, og apann Caesar í Planet of the Apes íklæddur svokölluðum Motion Capture búningi ( persónan er svo tölvuteiknuð ), muni leika Supreme leiðtogann Snoke, í nýju Star Wars myndinni, Star Wars: The Force Awakens sem kemur í bíó í desember.

Serkis

StarWars.com/Vanity Fair

Meðfylgjandi mynd hér að ofan tók ljósmyndarinn Annie Liebovitz fyrir tímaritið Vanity Fair af Andy Serkis í búningnum, og það má segja að Serkis sé ansi vígalegur í þessari múnderingu!

Samkvæmt grein í The Wrap þá er óvíst enn hvaða persóna Snoke er nákvæmlega, en talið er að hann sé valdamikill þrjótur með hrottalega fortíð.

Star Wars: The Force Awakens kemur í bíó 18. desember nk.