Leikkonan Rebecca Ferguson sagði frá því í nýlegu viðtali að hún hefði byrjað hvern tökudag þegar hún var að taka upp nýjustu kvikmynd sína The Kid Who Would Be King, á því að sitja í förðunarstólnum í fjórar klukkustundir.
Myndin, sem er ævintýramynd, segir frá 12 ára gömlum strák sem gengur fram á hið goðsagnakennda sverð Artúrs konungs, Excalibur, og dregur það úr steini. Sverðið þarf hann svo að nota til að stöðva forna seiðkonu sem ætlar sér að gereyða heiminum.
The Mission Impossible: Rogue Nation og Mission Impossible: Fallout leikkonan Ferguson, leikur einmitt þessa seiðkonu, sem heitir Morgana le Fay, en hún er einsog fyrr sagði ævaforn, og gamall óvinur sjálfs Merlins galdrakarls úr sögunum um Artúr konung. einnig er hún óvinur Arthúrs sjálfs sem er einnig hálfbróðir hennar, og í raun er hún óvinur allrar hirðarinnar í Camelot, kastalanum hans Arthúrs.
Í stiklunni hér fyrir neðan má sjá Morgönu bregða stuttlega fyrir, en í stiklunni sést vel að sagan fylgir að sumu leiti sama þræði og gert er í sögunum um Arthúr konung, m.a. það að strákurinn þarf að safna riddurum að hringborði sínu.
Louis Ashbourne Serkis leikur aðalhlutverkið, hlutverk Alex, en einnig bregður fyrir í myndinni engum öðrum en X-Men leikaranum Patrick Stewart í hlutverki Merlin.
En sjón er sögu ríkari, kíktu á stikluna og plakat þar fyrir neðan. Myndin er ekki með frumsýningardag á Íslandi skráðan, en hún var frumsýnd 25. janúar í Bandaríkjunum.