Leikstjórinn Martin Scorsese er sagður hafa klippt sum kynlífsatriðin út úr nýjustu mynd sinni og Leonardo DiCaprio, The Wolf Of Wall Street, til að tryggja sér R-stimpilinn í Bandaríkjunum.
Bandaríska kvikmyndaeftirlitið hótaði að skella stimplinum NC-17 á myndina ef Scorsese vildi ekki klippa hana til, samkæmt The Hollywood Reporter. Þá hefði enginn yngri en sautján ára mátt fara á hana í bíó. Scorsese og yfirmenn Paramount ákváðu því að breyta myndinni.
Í henni leikur DiCaprio undrabarn á Wall Street sem lendir í fangelsi vegna vafasamra viðskiptahátta.